30.12.2008 | 13:47
Vegurinn til velmegunar.
Kunningi minn einn, sem vinnur nú sem yfirmaður hjá símanum, spurði mig álits á draum sem hann hefði dreymt. Draumurinn var einhvernvegin svona: Hann var að keyra eftir þröngum fjallvegi, ég sá fyrir mér veginn til Bolungavíkur eins og hann lýsti þessu. Búin að keyra nokkra stund þegar allt í einu kemur þetta svaka snjóflóð sem fellur á veginn fyrir framan hann þannig að hann komst ekki með neinu móti áfram, en slapp þó lifandi. Þennan draum réð ég þannig að eitthvað myndi standa í veginum fyrir honum og hann þyrfti að venda sínu kvæði í kross. En nú skýtur þessum draumi upp í huga mér því nú er hann kominn fram. Við getum ekki haldið áfram veginn til velmegunar heldur þurfum við að snúa við og fara veg sparnaðar og aðhaldsemi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.