Fjólublár.

Mig dreymdi frekar ruglingslegan draum um daginn.  Anna hvort var ég að reyna að ráða draum fyrir einhvern annan eða það var ég sjálf sem hafði dreymt drauminn.  Ég var sem sagt að velta því fyrir mér sofandi, hvað liturinn fjólublár gæti táknað í draumi.  Mjög sérstakt, eða eins og meðvitundin væri að reyna að fá svar frá dulvitundinni.  þá kom mér sú sterka sannfæring að fjólublátt þýddi sársauka í draumi.  Sársauka vegna ástar eða jafnvel haturs, gæti verið hvorutveggja.  Eða  andleg kvöl af ýmsum toga.  Þá vitið þið það ef ykkur fer að dreyma fjólublátt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og þú veist er ég afar berdreymin líka. Fyrir stuttu dreymdi mig að ég gekk fram á stærðar hrúgu af hundaskit. Allir vita hvað það þýðir.....PENINGAR :) Í gær fór ég í góða veðrinu út í garð og gettu hvað kom undan snjónum??????

Fullt af hunda/kattaskít!!!!!!!  Ekkert rósamál í mínum draumum! 

Louisa Einarsdottir (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband