Kreppudraumur

Þennan draum dreymdi mig þegar ég var nýkominn heim frá Seychells og var ekki alveg komin inn í kreppuumhverfið en samt að reyna að gera mér grein fyrir því. Mér fannst sem ég væri að koma að utan eftir nokkurn tíma.  Ég var ein og mér fannst íbúðin mín mjög stór og skiptast í fjögur rými sem voru hálfopin og sem öll tengdust með einhverskonar garð.  Ég hafði eitt rýmið fyrir mig, en hafði leigt einstaklingum hin.  Svo þegar ég geng um sé ég fullt af sofandi börnum í rúminu en líka á gólfinu í einu rýminu.  Daginn eftir hitti ég svo móðir þeirra sem ég kannaðist ekkert við.  Ég hafði leigt ungum manni sem hafði farið og framleigt þessari konu með sjö drengi, allir ljósrauðhærðir.  Móðirin var einstæð ágötunni og pabbinn hlaupinn í burtu.  Ég sagði henni að ég leigði aðeins einstaklingum og svona mörg börn væru svo truflandi fyrir hina eigendurna.  Hún grátbað mig um að fá að vera og strákarnir yrðu þægir.  Þeir ynnu í sirkus allan daginn og voru þar með hárkollur aðeins dekkri rauðar en þeirra eigið hár.  Svo ég leifði henni að vera, fannst ég ekki geta hent henni út.

Þennan draum ræð ég þannig að drengirnir séu kreppan eða kreppuárin og að þau verði sjö, fyrstu stærst og fari smá minnkandi.  Að þeir vinni í sirkus!!  Hárkollurnar eru yfirhylmingarnar þar sem breytt er yfir aðstæðurnar og þær gerðar út fyrir að vera eitthvað sem þær alls ekki eru. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband