Draumur frænku minnar.

frænku mína dreymdi nú nýlega að stór fylling dytti úr jaxli vinstra megin í neðri gómi.  Hún horfði á hana í lófanum mjallahvíta en í tveimur pörtum.  Hún ákvað að spyrja mig hvað þetta gæti þýtt en á leiðinni til mín kom hún að stórri tjörn.  Ég var hinum megin við tjörnina en Bjarni maðurinn minn hennar megin við tjörnina, svo hún ákvað að spyrja hann í staðinn um merkingu draumsins.

Í mínum draumum þýðir það að missa tennur fyrir dauða einhvers sem er skyldur mér.  Myndi ég ráða þennan draum líka þannig, en þar sem tönnin datt ekki úr heldur fyllingin finnst mér líklegra, í þessu tilviki, að um einhvern tengdan ættingja sé að ræða, t.d. tengdafjölskyldu ættingja.  Og þar sem fyllingin kom í tveimur pörtum úr sömu tönninni er eins og um hjón sé að ræða.  Kannski fullorna tengdaforeldra sem myndu þá fara með stuttu millibili.  Vatnið eða tjörnin sem kemur fyrir í draumnum gæti verið tákn um undirmeðvitundina. Það að ég er hinum megin við vatnið gæti verið fyrir því að við séum nú ekki alltaf sammála um hlutina við frænkurnar.  En þar sem þessi draumur snýst í upphafi um dauða, finnst mér sú hugmynd spennandi að vatnið eða tjörnin merki eilífðarinnar og þetta sé fyrir þeirri röð sem við hverfum úr þessum heimi.  Annað hvort ég fyrst og frænka mín og Bjarni seinna.  Eða að þau bæði fari á undan mér.  Við fáum nú vonandi seint að vita hvort ráðning mín á þessum draumi sé rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband