Konan með eggjakörfuna.

Mér finnst tilvalið að fyrsti draumurinn á þessari síðu sé elsti draumurinn sem ég þekki.  Draumur afa míns; Jónatans Guðmundssonar.  Þennan draum dreymdi hann í kringum 1905 þegar hann var í Vestmannaeyjum á leiðinni til Noregs, en  hann fór aldrei.   Kannski þessi draumur hafi breytt lífi hans og um leið þúsund afkomanda hans.  Í draumnum kemur til hans kona sem hann hafði aldrei séð áður.  Konan var ung og falleg með miklar ljósar fléttur og í fanginu hélt hún á körfu sem var full af eggjum.  Afi vissi strax að þarna væri tilvonandi konan hans og ævifélagi kominn og eggin í körfunni væru börnin þeirra.  Stuttu seinna er hann að spila á harmonikkuna á balli í Vestmannaeyjum þá kemur þessi kona inn og hann þekkti hana strax úr draumnum og það var amma.  Þau giftu sig stuttu seinna og bjuggu saman alla tíð og eignuðust saman þrettán börn og yfir þúsund afkomendur.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þessi draumur er bæði fallegur og mjög skýr. Ég er áhugamanneskja um drauma og mér finnst ég oft fá góðar vísbendingar um tilfinningalega úrvinnslu og það sem framundan er. Í draumum er ég oft í húsi foreldra minna sem þau áttu þegar ég var á glegjuskeiðinu. Oftast er veriðað gera á því endurbætur eða gera hreint. Ég túlka það sem að ég sé að hreinsa út gamalt sem ég vil losa mig við. Það fer svo eftir því hvernig verkið gengur í draumnum, hvernig mér gengur í veruleikanum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.12.2008 kl. 15:47

2 Smámynd: Þórdís Katla Einarsdóttir

Grunnurinn á tilfinngalífi okkar sem fullorðinna er oft lagður á gelgjuskeiðinu þannig að ég er alveg sammála þessari túlkun þinni.

Þórdís Katla Einarsdóttir, 14.12.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband